6. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 17. október 2013 kl. 08:30


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 08:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 08:30
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 08:36
Karl Garðarsson (KG), kl. 08:30
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:32
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:30

ÖJ og VBj boðuðu forföll. JÞÓ var fjarverandi og SigrM var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 08:30
Frestað að taka fyrir.

2) Ársskýrsla Ríkisendurskoðunar 2012 Kl. 08:35
Á fundinn komu Lárus Ögmundsson og Óli Jón Jónsson frá Ríkisendurskoðun og gerðu grein fyrir áherslum í ársskýrslu embættisins frá 2012 ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Samþykkt var eftirfarandi bókun: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vekur athygli á mikilvægi þess að eftirlitshlutverk Alþingis sé ekki veikt með niðurskurði á fjárlögum til Ríkisendurskoðunar og beinir því til forsætisnefndar að staðinn verði vörður um stofnunina þannig að raungildi fjárframlaga haldist milli ára og hún geti sinnt lögbundnum verkefnum sínum.

3) Önnur mál Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um næsta fund vegna skýrslu rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð o.fl. sem fyrirhugað er að hafa opinn þ. 25. okt. n.k.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:20